Ákall frá Kattholti

9 maí, 2006


Ástandið í Kattholti um þessar mundir er alveg skelfilegt..Til að þið getið áttað ykkur á ástandinu komu 12 óskilakisur í Kattholt í dag.


Dýrin eru vegalaus um allt. Kisurnar koma frá Reykjavík,Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.


Kettlingafullar læður, með marga kettlinga ,illa hirtir kettir sem  búnir eru að vera á götunni í marga mánuði..


Hvað er hægt að gera?


Það eru tvo sveitafélög sem greiða 1 viku fyrir óskilakisur sem koma í Kattholt þ.e. Reykjavíkurborg, og Mosfellsbær


Hvernig á fátækt líknarfélag að standa undir öllum þessum  kostnaði .


Ég skrifa ykkur kæru dýravinir og gef ykkur hlutdeild í erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir í dag.


Styrkur ykkar styrkir mig.


Kveðja Sigríður Heiðberg
Formaður.