Afmælishátíð í Kattholti

25 jún, 2011


Tvöfalt afmæli:  Í ár er Kattavinafélag Íslands 35 ára og Kattholt 20 ára.


Allir félagsmenn, vinir og velunnarar boðnir hjartanlega velkomnir til fagnaðar í Kattholti,  Stangarhyl 2, Rvík., laugardaginn 2. júlí n.k. milli kl. 13 og 17.


Þá verður opið hús:  Kisur í heimilisleit sýndar, sem allar eiga tvennt sameiginlegt, að vera yndislegar kisur og sárvanta ný og góð heimili.


Útimarkaður, ef veður leyfir og boðið upp á veitingar.


F.h stjórnar Kattavinafélags Íslands
Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður.