Boðað er til aðalfundar Kattavinafélags Íslands (KÍS) þriðjudaginn 7. maí 2024, kl. 20:00 í Kattholti, Stangarhyl 2, 110 Reykjavík.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Öll velkomin en kjörgengi og rétt til að greiða atkvæði á aðalfundi félagsins hafa fullgildir félagsmenn, skuldlausir um áramót næst á undan aðalfundi. Ný framboð til stjórnarsetu skulu berast stjórn KÍS a.m.k. viku fyrir boðaðan aðalfund.

Myndin er af Leonard, eða Leó, hótelstjóra Kattholts. Ljósmyndari er Thelma.