Þann 23. maí s.l. var haldinn aðalfundur Kattavinafélags Íslands. Þær breytingar urðu á stjórn félagsins að þær Halldóra Björk Ragnarsdóttir formaður og Halldóra Snorradóttir ritari gáfu ekki kost á sér áfram. Við þökkum þeim innilega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Nýr formaður KÍS var kosinn Birna Baldursdóttir sem hefur verið í stjórn félagsins. Og þær Anna Margrét Áslaugardóttir og Inam Rakel Yasin koma nýjar inn í stjórn KÍS. Myndin er af þeim nöfnum Halldóru Snorradóttur og Halldóru Björk og myndina tók Daníel Einarsson.