Á batavegi eftir miklar hrakningar.

16 apr, 2007

Hvítur kisustrákur fannst við Sæbraut í Reykjavík. Kom í Kattholt 20. mars sl. Hann er með rauða hálsól. ómerktur.


Hann var mjög blautur og óhreinn litla skinnið við komuna í athvarfið.


16.apríl er hann búinn að jafna sig og er hann mjög ljúfur og góður.


Hann á skilið að fá að lifa. Við leitum að góðri fjölskyldu sem vill taka hann að sér og elska hann.


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg formaður.