Lögreglan í Reykjavík kom 9. ágúst með 8 tveggja mánaða kettlinga í Kattholt.
Þeir fundust í Elliðaárdalnum í Reykjavík.
Höfðu þeir verið settir inn í burðarbúr sem var haft opið.
Það tók lögreglumennina langan tíma að ná litlu kisubörnunum
Hvílíkur glæpur. Hvernig náum við þessum dýraníðingum? Ég er eiginlega bara orðlaus.
Starfið verður að halda áfram og við látum ekki þennan ljóta atburð verða til þess að við séum ekki til staðar.
Ég bið aðeins þann sem öllu ræður að gefa styrk og kraft.
Þeir félagar sem komu saman 1976 og stofnaði Kattavinafélag Íslands og síðar Kattholt , vil ég minnast.
Velkomin í skjól elsku kisurnar okkar.
Kveðja Sigríður Heiðberg.
Formaður.