Hvað hefur breyst með tilkomu Kattholt?

10 ágú, 2008

Kæru vinir.  Ég sendi ykkur nokkrar línur frá Kattholt.  


 


Eins og þið hafa tekið eftir var komið með 8 kettlinga úr Elliðaárdalnum í gær. bornir út af eigendum sínum.


 


Þeir eru allir heimiliskettir, blíðir og góðir og frískir.


 


Ég átti bágt með að sofna í gærkveldi út af þessum skelfilega atburði . Grimdin hjá þessu fólki.  Að horfa á litlar kisur í vanmætti sínum fer alveg með mig.


 


Ef einhver sem les þessar línur og þekkir eiganda kettlinganna , bið ég hann að tala við okkur.  Við getum ekki  lengur horft upp á að fólk setji kisur í plastpoka, pappakassa, eða hendi þeim út og þeir eigi að bjarga sér.


 


Hvað hefur breyst með tilkomu Kattholts?  Stundum er ég voðalega ánægð og mér finnst sólin skína á alla starfsemina hér.


 


Svo hrekkur maður við , þegar litlum kisubörnum er hent út eins og hverju öðru rusli. Guð minn góður.


 


Á 17 árum sem Kattholt hefur starfað hef ég upplifað mart skemmtilegt, kisur komast heim , kisur fá ný og ábyrg heimili.  En svo hugsa ég líka um dökku hliðarnar . Þær valda alltaf hryggð í hjarta mínu.


 


Dýrin mín hafa gefið mér mikla gleði og ég hef trú á því að þau geri okkur að betra fólki.


 


 


Hugleiðingar formanns.


Sigríður Heiðberg.