Þrjár kisur voru bornar út við Dýraspítalann í Víðidal. Þær voru í kassa fyrir utan
spítalann þegar starfsfólkið kom til vinnu sinnar.
Tveir af þeim ætlar Kattholt að bjarga. Bröndóttur og hvítur högni 4 mánaða og svartur og hvítur högni sem á að gelda í dag.
Sá þriðji er veikur og þarf að kveðja. Myndin sýnir litla kisustrákinn sem langar að lifa og leika sér.
Það gefur okkur gleði í hjarta að vera til staðar fyrir dýrin okkar.
Án Kattholts gætum við lítið gert.
Það voru kattavinir sem komu saman 1976 og stofnuðu Kattavinafélag Íslands. 1991 var líknarfélagið Kattholt opnað og þá þegar var hafist handa að bjarga vegalausum kisum.
Takk fyrir það.
Ég gæti samt séð fyrir mér meiri stuðning yfirvalda.
Kær kveðja.
Sigríður Heiðberg formaður.