7. bekkur í Hörðuvallaskóla með 20-times verkefni til styrktar Kattholti

20 sep, 2019

Þessar ungu, efnilegu skóladömur í 7. bekk Hörðuvallaskóla eru að gera „20-times“ verkefni fyrir Kattholt, en þær ætla að ganga í hús og safna dósum, selja piparkökur og kakó og fleira til styrktar kisunum í Kattholti og erum við þeim ævinlega þakklát fyrir <3
Þær komu við hjá okkur í dag og sögðu okkur frá verkefninu og fengu að klappa Rökkvu og Unu sem eru í heimilisleit.
Stelpurnar heita Eva Edilonsdóttir, Ágústa Ólafsdóttir og Ingunn Sara Loftsdóttir. Takk fyrir stuðninginn stelpur <3