30 kettlingar eru í Kattholti

22 jún, 2010

Svört læða með 5 kettlinga fannst í Seljahverfinu í Reykjavík.

 

Kom í Kattholt 4. júní sl.

 

Hún er mjög falleg og blíð.

 

Það eru 30 kettlingar hér í Kattholti.

 

Það er óhugsandi að athvarfið ráði við þennan fjölda.

 

Kvíðinn nagar mig.

 

Hvað er hægt að gera til að Íslendingar fari að sýna ábyrgð og láti taka læðurnar úr sambandi, til að koma í veg fyrir þessa fjölgun.

 

Vinnan hér í Kattholti er að sliga starfsfólkið.

 

Með sama áframhaldi, gengur dæmið ekki upp.

 

Þá kemur að því að það verður að fækka dýrunum.

 

Ég vona samt að sólin fari að skína á starfsemina og breyting verði á til blessunnar fyrir dýrin okkar.

 

Kveðja Sigga.