3 mánaða læðu hent inn um gluggann í Kattholti

29 jún, 2009


28. júní 2009 var 3 mánaða læða sett inn um gluggann í Kattholti.  Starfsmaður heyrði hljóðin í dýrinu er hún kom til vinnu sinnar.


Sá sem henti dýrinu inn, veit ekki hvað fallið frá glugga og niður er hátt.   


Kisan litla er að jafna sig og er farin að leika sér við hina kettlingana sem hér dvelja.


Þessi atburður vekur alltaf sorg í brjóstum okkar sem hér vinna.


Ég vil minna okkur öll á að við eigum að sýna okkar minnstu smælingum ást og elsku og búa vel að þeim.


Sumarið er nú í sem mestum blóma og fegurðin er allt í kringum okkur, þá er gott að kalla fram það góða í okkur og sýna mildi við allt sem lifir.


Velkomin í Kattholt elsku kisan okkar.


Kveðja til dýravina.


Sigríður Heiðberg.