3 kettlingar teknir inn úr rigningunni.

12 des, 2009

Er ég var að sinna verkum mínum á skrifstofunni hér í Kattholt í morgunn, heyrði ég mjám fyrir utan gluggann.

 

Í ljós komu 3 rennandi blautir ca 5 mánaða kettlingar sem höfðu komist upp úr pappakassa sem þeir höfðu verið fluttir í og hent út eins og hverju öðru rusli.

 

Ég get aldrei vanist því hvernig fólk getur farið með dýrin sín.

 

Ég vona svo sannarleg að það komi hér á landi dýralögregla svo hægt væri að leiða þetta fólk fyrir dómara.

Það er gert í öðrum löndum og væri til bóta hér á landi.

 

Ég verð alltaf svo hrygg þegar ég horfi á vanmátt dýranna.

 

Kær kveðja.

Sigga.