Svartur 2 mánaða högni fannst 14. október við Hraunteig í Reykjavík. Hann kom í Kattholt 15.október sl.
Hann er voðaleg lítill og umkomulaus litla skinnið. 22 kisur hafa komið í Kattholt frá 1. Október til 15. Október,tvær af þeim hafa verið sóttar af eigendum sínum.
Þið getið nú ímyndað ykkur ástandið á bænum. Ég bið fólk sem á kisur að fara vel með þær og yfirgefa þær ekki.
Erfileikar ganga nú yfir þjóð okkar og þá er um að gera að standa saman.
Það er trú mín að stjórnvöld á Íslandi muni vinna vel fyrir þjóð sína og áður en varir birtir til .
Ég segi við litla kisubarnið, velkomin í skjól.
Kveðja.
Sigríður Heiðberg.
Formaður.