Kattavinafélagið beinir þeim tilmælum til dýravina, hvar sem er á landinu, að þeir hlúi að kisum á vergangi nú þegar vetur brestur á, með kulda og snjó.
Kisum á vergangi, hvort sem um er að ræða villikisur eða týndar heimiliskisur er kalt og þær eru hungraðar og að auki oft veikar, hræddar og stundum meiddar.
Bleytuveður ásamt kulda, er köttum jafnvel enn erfiðara en frostatíð og þá jafnvel meiri hætta á veikindum meðal þeirra.
Veitið þeim skjól þar sem því verður við komið og gefið þeim mat og vatn.
Hjálpum þeim að þrauka af veturinn. Það munar flest okkar litlu, en þeim öllu.