Vinátta

27 feb, 2010

 

 
 

Sæl Sigríður og samstarfskona.

 
Mig langar að senda ykkur kveðju og þakkir fyrir Míró litla.

 
Nú er Míró litli búin að vera í viku hjá okkur Fíu minni sem er 13 mánaðaðar Labrador tík.

 

Míró hefur verið ljúfur, góður og alveg afslappaður frá fyrsta degi og hann er algjört augnayndi.

 
Fía tekur honum vel er forvitin dáldið spennt og ekki laust við að vera smá afbrýðisöm en stressið er alveg að hverfa og þau kúra hlið við hlið og eru byrjuð að ká hvort í annað.

Þegar heim kom og ég sá hvað fressin var tignalegur og egypian í útliti vildi ég breyta nafninu í Faró, en þegar ég nefni hann á nafn hélt Fía þessi elska að við værum að fara út. FARA.

 

Því höldum við okkur við Míró.

Sjálf  er ég alsæl og sé að þetta  og gengur vonum framar.

kveðja
Ingibjörg, Fía og Míró.

 

Kæra fjölskylda.

 

Ekkert gleður mig meira en að mega taka þátt í starfinu hér.

 

Það er að finna góð heimili fyrir dýrin sem koma hér í vandræðum sínu.

 

Til hamingju.

 

Kveðja Sigga og starfsfólkið í Kattholti.