Mynd úr safni.
Dýraeftirlitsmaður á Fljótsdalshéraði segist vita þess allnokkur nýleg dæmi að köttum hafi verið misþyrmt á Egilsstöðum.
Á dögunum fannst dauður köttur sem hafði verið stunginn í höfuðið með oddhvössum hlut.
Kristni Kristmundssyni var heldur brugðið þegar hann kom að kettinum sínum dauðum á dögunum, með sár á höfði.
Dýralæknir krufði köttinn og komst að þeirri niðurstöðu að oddhvössu verkfæri hefði verið stungið í höfuð hans og ljóst mætti vera að áverkarnir væru af mannavöldum.
Dýraeftirlitsmaður á Héraði segir fleiri ketti hafa orðið fyrir misþyrmingum nýlega.
Dýraeftirlitsmaður segir að mikið sé kvartað undan lausagöngu katta og það eigi ef til vill sinn þátt í því að þeir sæti illri meðferð.
frettir@ruv.is