Velkomin í skjól litlu kisubörnin mín.

21 maí, 2009

Læða með 5 kettlinga fannst í búri við Stangarhyl í Reykjavík.


 


Hvernig væri að kattaeigendur færu nú að bera ábyrð á dýrunum sínum.


 


Það verður að stöðva þessa fjölgun á köttum .


 


Hvernig förum við að því, taka dýrin úr sambandi og merkja.


 


Það er mjög alvarlegt ástand hér í Kattholti um þessar mundir.


 


Stundum finnst mér engin breyting verða á í sambandi við vanrækslu á dýrunum okkar.


 


 


Hvað á að gera, getur Kattholt tekið við öllum þessum fjölda?  Svarið er nei.


 


Framundan er fækkun á kisunum.


 


Samt verður við að halda áfram og reyna að upplýsa kattaeigendur að ábyrðin er þeirra.


 


Ég skrifa þessar línur til að leyfa ykkur að fylgast með hvað er að gerast í Kattholti.


 


Stundum skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur.


Kær kveðja .


Sigríður Heiðberg formaður.