Munum eftir kisum í þessari þurrkatíð.
Kattavinafélagið beinir þeim vinsamlegu tilmælum til fólks í þéttbýli og dreifbýli, að það hugi að því að setja út vatn fyrir ketti. Kettir eru viðkvæmir fyrir vökvaskorti, sem getur leitt til ýmissa sjúkdóma. Vergangsgrey eru víða illa sett og það væri vel gert og þakkar vert að hafa þetta í huga. Kostar okkur lítið annað en fyrirhöfnina!