Kattavinafélag Íslands hvetur kattaeigendur til að fara að
reglugerðum sveitarfélaga og halda köttum sínum innandyra eins og mögulegt er á
meðan á varptíma fugla stendur.
Í reglugerð Reykjavíkurborgar um kattahald í borginni segir
m.a.:
Til að lágmarka tjón sem kettir geta valdið fuglalífi í
borginni ber eigendum að hengja bjöllu á ketti á varptíma fugla eða takmarka
eftir atvikum útiveru katta“.
Höfum þetta í huga með heimiliskettina okkar. Erfiðara er
með villiketti, sem lítið æti hafa. Munum líka eftir þeim.