Kötturinn Surya er kominn heim til sín eftir að hafa verið týndur í tæp tvö ár! Hann er inniköttur sem slapp út um glugga í júlí árið 2014. Kattavinur kom með Surya í Kattholt en hann hafði verið að gefa honum í nokkra mánuði án þess að geta náð honum. Það voru miklir fagnaðarfundir þegar Surya var sóttur af eigendum sínum.