Týndur í þrjú ár

24 feb, 2014

Kötturinn Gabríel var inniköttur þegar hann féll niður af svölum árið 2011 og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Gabríel kom í
Kattholt fyrir skömmu og tókst að hafa upp á eiganda þar sem hann var
örmerktur. Það var ánægður eigandi sem sótti köttinn sinn í Kattholt. Það
er mikilvægt að örmerkja alla ketti hvort sem þeir eru úti- eða innikettir. Örmerkingin hefur hjálpað fjölda katta að komast aftur heim.

 

Kveðja frá eiganda Gabríels:

„Fyrir
þremur árum féll 2 ára kisinn okkar niður af svölum af 3. Hæð á heimili
okkar. Í marga mánuði leituðum við hans með hjálp margra en leitin bar
engann árangur. Við byrjuðum þá að syrgja hann ásamt börnunum okkar og
töldum hann látinn þar sem fallið var svo hátt, vetrarnir kaldir og hann
var ekki útikisi. Seinasta þriðjudag barst okkur svo símtal þar sem
okkur var tilkynnt að Kisinn okkar væri
fundinn. Við áttum ekki til orð. Hann var slasaður þegar hann fannst Og
einhver tók sér tíma til þess að bjarga honum og fara með hann i
Kattholt. Mig langar að þakka þeim sem tók þá ákvörðun að aðstoða kisann
okkar og bjarga jafnvel lifi hans. Eg veit ekkert hver það var sem
gerði þetta en sá sami má vita að við erum svo þakklát. Börnin okkar
líka. Eg vil líka þakka Kattholti fyrir ummönnunina á honum Gabríel á
meðan hann var hjá ykkur. Þúsund þakkir fyrir að sameina hann fjölskyldu
sinni aftur. Gabríel er að aðlagast vel heimilinu og hinni 6 mánaða
kisu skvísunni okkar. Hann sefur og sefur. Nýtur matarins og kúrir
endalaus í faðmi okkar. Aftur þúsund þakkir fyrir góðmennsku ykkar sem
áttu þátt í því að Kisi okkar er komin heim“.