Kata var týnd í 11 mánuði. Það var glöð fjölskylda sem sótti kisuna sína í Kattholt í dag.

Kisan, Kata hvarf frá heimili sínu í janúar á þessu ári, þá aðeins 9 mánaða og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Hún kom sem óskilakisa í Kattholt í dag og tókst að hafa upp á eigendum þar sem hún var örmerkt. Kata fannst 8 kílómetra frá heimili sínu. Það var glöð fjölskylda sem sótti kisuna sína í Kattholt. Á myndinni eru Unnur og Álfrún með Kötu.

Það er mikilvægt að örmerkja alla kisur hvort sem þær eru úti- eða innikisur. Örmerkingin hefur hjálpað mörgum kisum að komast aftur heim og það er full ástæða fyrir eigendur týndra katta að halda í vonina.