Er starfsfólk kom til vinnu sinnar í morgunn, var pappakassi fyrir utan Kattholt.
Er kassinn var opnaður kom í ljós tvær hræddar læður.
Bréf fylgdi með þeim með upplýsingum.
Nafn eiganda sást hvergi.
Ef eigandi þeirra les þennan póst , segi ég bara við hann : Þú mátt skammast þín.
Svona komum við ekki fram við dýrin okkar.
Ég er mjög hrygg í hjarta mínu yfir þessum atburði .
Verum þess minnug að okkur ber að sýna dýrunum okkar elsku og virðingu.
Takk fyrir Kattholt.
Kær kveðja.
Sigríður Heiðberg formaður.