Ágæta starfsfólk í Kattholti
Tóbías er fundinn. Ég auglýsti eftir honum á mánudaginn var og seint í gærkvöldi fékk ég upphringingu frá stúlku sem hafði fundið hann og tekið hann með sér heim.
Takk fyrir það Steinunn. Hún leitaði strax á Kattholtsíðunni og sá þar símanúmerið í ,,eftirlýstar kisur“. Það er því alveg ómetanlegt að hafa aðgang að þessari síðu.
Kisi malar enn og ég er ekki frá því að ég geri það líka.
Legg inn smáaur í styrktarsjóðinn sem þakklætisvott.
Takk fyrir aðstoðina
Kristín Þ. Magnúsdóttir
og Tóbías