Tombóla til styrktar Kattholti

25 sep, 2011

 

Í síðustu viku mættu tvær ungar dömur í Kattholt með afraksturinn af tombólu sem þær höfðu haldið.

 

Peningana vildu þær gefa Kattholti og sparigrísinn þar varð nú heldur betur feginn þegar hann fann magann fyllast af peningum. Við þökkum þeim Hjálmdísi Rún og Júlíu Kristu fyrir góða gjöf, sem kemur sem afskaplega vel fyrir kisurnar í Kattholti.

 

Það er alltaf gaman að heyra af börnum og fólki sem tekur það upp hjá sér að safna peningum handa óskilakisum sem búa í Kattholti.

 

Hjartans þakkir Hjálmdís Rún og Júlía Krista!