Tímon kelirófa

17 jan, 2007

Hæhæ, við vildum bara senda kveðju frá Tímon síamskisu sem við fengum hjá ykkur í okt. Hann er ein sú mesta kelirófa sem ég hef kynnst og hann er algjört yndi.


Schafer hunda stelpan sem býr með okkur er voða góð og róleg þó það hafi komið köttur, en Tímon vill ekkert með hundinn hafa. Þetta gengur mjög vel og hann kúrir hjá mér á hverri einustu nóttu. Rosalega þægilegt.


Með bestu kveðju Jóhanna og Tímon.