Til umhugsunnar.

1 júl, 2008

30. júní sl var komið með yrjótta læðu í Kattholt sem fannst í Hafnarfirði. Hún reyndist ómerkt.


 


Meðan ég var að skrifa niður lýsingu og aldur kisunnar sagði pilturinn  við mig að hann hefði líka getað skotið hana.


 


Ég reyndi að sína stillingu, dýrið var komið í mínar hendur.


 


Eftir dálitla umhugsun spurði ég hann hvort hann vissi hvar hann væri staddur.


 


Ég upplýsti að hann væri staddur hjá Kattavinafélagi  Islands og ég héti Sigríður Heiðberg og hvernig hann vogaði sér að vera með þessar hótanir gagnvart saklausu dýri.  Hann sagði að sér kæmi það ekki við.


 


Þá var mér allri lokið og ég sagðist ekki tala við hann meira.


Að það skuli vera til í okkar þjóðfélagi einstaklingar sem ganga um og  hóta að drepa dýrin okkar er með ólíkindum.


 


Ljótar hugsanir fóru í gegnum huga minn við þetta atvik.


 


Fólk sem talar af óvirðingu um dýrin okkar eiga ekki samleið með mér.


Það er eins og sé þráður á milli okkar dýravina og við þökkum dýrunum okkar alla samleið sem við eigum með þeim.


 


Það hjálpar mér svo míkið í starfina hvað mikið er til af fólki sem hugsa vel um dýrin sín og sýnir þeim virðingu.


 


Efir að tölvan kom til sögunnar hefur margt breyst hér í Kattholt. Ég er í nánu sambandi við eigendur dýranna í gleði þeirra og


sorg sem veitir mér kraft.


 


Nú er það næsta verkefni sem bíður , það er ef kisa litla verður ekki sótt , að koma henni inn á nýtt heimili


 


Vildi deila þessu með ykkur vinir mínir.


 


Kær kveðja.


 


Sigríður Heiðberg formaður.