Við vorum að finna Þoku okkar núna í kvöld.


 


Þetta var eiginlega bara eins og kraftaverk.


 


Við erum nú búin að vera að leita af henni í tvær vikur.Ég og dóttir mín vorum úti í garðinum okkar í dag og allt í einu finnst mér eins og ég heyri mjálm og reyni að renna á hljóðið.


 


Mér fannst hljóðið koma úr bílskúr eins nágranna okkar og hljóp strax og fékk að kíkja inn í hann en sá og heyrði ekkert.


 


Ég hékk fyrir utan bílskúrana (en þeir eru 4 í röð) til þess að reyna að heyra þetta aftur því mér fannst þetta vera eins og hún Þoka og það var einhver tilfinning sem vildi ekki hverfa.


 


Ég hélt ég væri farin að ímynda mér þetta því hún gæti varla verið á lífi innilokuð eftir 2 vikur.En ég fór aftur núna þegar farið var að dimma því þá er minna um bílahljóð og heyri aftur í henni og fæ aftur að fara inn í þennan ákveðna skúr og til þess að gera langa sögu stutta fundum við hana fasta á bak við fullt af dóti.


 


Þess má geta að skúrinn er opnaður á hverjum morgni, en ég hugsa að hún hafi verið of hrædd til að mjálma eða mjálmað of lágt. Hún er orðin mjög horuð en virðist vera hress að öðru leyti.


 


Ég get eiginlega ekki lýst gleði minni og þakklæti fyrir að hafa fundið hana. Hún virðist vera mjög ánægð að vera komin heim og þarf mikið á knúsi og keleríi að halda 🙂


 


Við ætlum að reyna að láta dýralækni kíkja á hana á morgun ef það er einhver möguleiki.

Annars vil ég bara þakka ykkur fyrir að auglýsa hana fyrir okkur!

Petrína, Sigþór, Gunna og Þoka
Melhaga 3

Kveðja Petrína.


 


Kæra fjölskylda, Til hamingju.


 


Sigga í Kattholti.