Þakkir vegna páskabasars

29 mar, 2018

Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera páskabasarinn okkar jafn glæsilegan og raun bar vitni. Sérstakar þakkir til þeirra sem bökuðu girnilegar kökur, gáfu fallega muni og handverk, svo og til fyrirtækja sem lögðu okkur lið og til allra sjálfboðaliða okkar sem leggja á sig ómælda vinnu við undirbúning.
Síðast en ekki síst, þökkum við og kisurnar, fjölmörgum gestum dagsins. Það var frábært að sjá ykkur öll í Kattholti í dag!
Stuðningur ykkar er ómetanlegur, nú sem fyrr.


Gleðilega páska!
Stjórn og starfsfólk.