Kæru vinir Kattholts!
Hjartans bestu þakkir til allra sem komu í Stangarhylinn í dag og ykkar sem gáfuð muni og bökuðu fyrir basarinn og gerðuð okkur kleift að halda glæsilegan basar. Aldrei hafa jafn margir komið á basar Kattavinafélagsins. Tvær kisur eignuðust góð heimili og ef til vill verða fleiri kisur heppnar í næstu viku.
Dagurinn var frábær í alla staði og það er kisunum og okkur mjög mikils virði að finna alla þessa velvild og hlýhug í garð Kattholts.
Í næstu viku verður basarinn áfram opinn milli kl. 14-16.
Njótum aðventunnar!