ÞAKKIR VEGNA AÐVENTUBASARSINS

3 des, 2012

Okkur langar að færa öllum þeim sem styrktu Kattholt laugardaginn 1.desember með gjöfum, kökum og fyrir að koma.

Basarinn okkar hefur spurst vel út, svo lítið hefur þurft að auglýsa til að Kattholt sé fullt af gestum og salan góð. Við fengum svo marga fallega hluti að gjöf að þrátt fyrir einstaka sölu er nóg eftir, þannig að við höfum ákveðið að hafa basarinn opinn frá kl. 14-17 á virkum dögum þar til allt er búið 🙂

Endilega lítið við og gerið góð kaup. Enn og aftur: Hjartans þakkir til ykkar allra sem lögðuð Kattholti lið.  Það er greinilega til nóg af yndislegu og góðu fólki á þessu landi. Gleðilega aðventu!