Fyrir réttri viku var til moldar borin ung kona,Solveig Björnsdóttir.  Solveig var aðeins 41 árs að aldri og greinilega mikill kisuvinur eins og sjá mátti á minningargreinum sem skrifaðar voru um hana.

Solveig óskaði eftir því að þeir sem vildu minnast hennar létu Kattholt njóta þess.

Fyrir það vill stjórn Kattavinafélagsins þakka af alhug um leið og við vottum aðstandendum og vinum Solveigar okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að fela Solveigu í örmum sér. Á himni hafa án nokkurs vafa margar kisur tekið á móti henni. Með virðingu og þakklæti.

Stjórn Kattavinafélags Íslands.