Þakkir

22 des, 2014

Kæru vinir!

Sendum bestu þakkir til velunnara Kattholts, einstaklinga og fyrirtækja, sem hafa stutt okkur með rausnarlegum peninga- og matargjöfum undanfarna daga. Þið hafið sannarlega hjálpað okkur til að gera vel við kisurnar yfir hátíðisdagana. Hlýhugurinn til kattanna er ómetanlegur og verður seint full þakkaður. 

Jólakveðja stjórn og starfsfólk Kattavinafélags Íslands