Kæru kattaeigendur! Sýnið ábyrgð og látið gelda fresskettina ykkar (sem er skylda samkv. reglugerðum sveitarfélaga um kattahald), og látið taka læður úr sambandi. Þannig komum við í veg fyrir offjölgun og miklar þjáningar fjölda katta, sem lenda á flækingi.
Og síðan þetta sígilda: Látið örmerkja og skrá kettina ykkar, það kemur líka í veg fyrir þjáningar katta sem týnast um lengri tíma að heiman.