Svartur blettur á þjóðfélaginu.

24 jan, 2008

Kæru vinir. 5 kettlingar voru bornir út í Reykjavík.


 


Þeir fundust 23. Janúar  í pappakassa  nálægt Rauðavatni.  Stundum á ég bágt með að trúa því að fólk finni úti á víðavangi pappakassa með lifandi dýrum í.  


 


Hvernig er komið fyrir okkar þjóð.  Miskunnarleysið  gagnvart dýrunum er algjört.  Þvílík skömm.  Þeir sem koma svona fram  gagnvart  dýrum ættu að skammast sín.


 


 


Stundum fallast manni hendur, lítisvirðingin gagnvart skjólstæðingum okkar  vekur trega  og sársauka en minnir okkur jafnframt á hvað Kattholt er mikilvægt að vera alltaf til staðar fyrir dýrin okkar.


 


Frumherjarnir eru blessaðir í mínum huga.


Takk fyrir Kattholt.


 


 


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg formaður.