Svartrass heim eftir 50 daga

27 des, 2005

Svartur högni tapaðist úr fangi eiganda síns fyrir utan Kattholt í  sumar en hann átti bókað hótelpláss sem hann var ekki sáttur við. Hann sást hér neðar í hverfinu en ekki var hægt að ná honum. Áhyggjur eiganda hans voru miklar .


Kom sjálfur heim eftir 50 daga og lagðist fyrir í rúminu sínu hinn ánægðasti en hann býr við Ljósvallagötu í Reykjavik


Kveðja.