Júlli jólakisi minnir á að nú eru rétt um 4 vikur þangað til jólabasarinn í Kattholti verður haldinn og finnst tímabært að nefna við vini og velunnara Kattholts, hvort þeir séu aflögufærir með jólaskraut eða muni tengda jólum, til að gefa á basarinn.
Júlla finnst líka frábært að bjóða upp á jólabakkelsi á basarnum, þótt hann snerti slíkt ekki sjálfur, þá finnst honum smákökur og þ.h. ómissandi við upphaf aðventunnar, en basarinn verður einmitt haldinn 26. nóvember, laugardaginn fyrir 1. sunnudag aðventu.
Elsku vinir hafið samband, þau ykkar sem til eru í að baka og eins þau sem vilja gefa muni á basarinn. Endilega hafið samband á póstfangið kattholt@kattholt.is
Með fyrirfram þakklæti og góðum kisukveðjum.