Starfsemi Kattholts helst óbreytt.

15 jan, 2025

Ekkert bendir til þess að yfirstandandi fuglaflensa smitist á milli katta þannig að starfsemi Kattholts (bæði athvarfs og hótels) er óbreytt. Mælt er með að halda útiköttum inni (eða hafa þá undir eftirliti í bandi úti) á meðan þessi flensa geisar. Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR) tekur við ábendingum um dauð og veik dýr á öllu höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við nágrannasveitarfélög (https://reykjavik.is/dyr og https://www.facebook.com/DYRDyrathjonustanRVK). Sjá einnig upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu Matvælastofnunar (MAST): https://www.mast.is/