Spindill hinn músíkalski

27 nóv, 2009













Er ég ekki orðinn myndarlegur núna
hálfsárs gamall??


 



Æ, það er svo freistandi að bíta í iðandi skott á henni Snoppu,  hún er nú orðin svo vön því að hún nennir ekki að mótmæla því lengur


 



Mér finnst líka gaman að kíkja á sjónvarpið af og til en þegar ég er búinn að fá nóg þá er nú gott að teygja úr sér í sjónvarpssófanum


 



Spindill músík-mjáas


Þið voruð ekki búnar að uppgötva hvað ég er músíkalskur á meðan ég bjó hjá ykkur, var það? 


Mér finnst afskaplega gaman að taka þátt í öllu sem um er að vera og auðvita spila ég líka með á gítarinn þegar ég kem því við.


Ég er líka talsvert mikill eðlisfræðingur í mér og nú um stundir er ég aðallega að rannsaka eðli vatnsins.  Það gefst t.d. mjög gott færi á því þegar heimilsfólkið fer í bað eða sturtu og þá læt ég mig aldrei vanta og geri ýmsar tilraunir.


Ég er nú á því að ég sé engin venjulegur köttur því að ég fæddist nefnilega í Kattholti, þeim merka stað, og þar að auki á þjóðhátíðardegi Normanna.  Þar hafið þið það.


Ég held áfram að hafa gaman af lífinu og sé til þess að samferðamenn mínir hafi það líka. Þau hafa meira að segja fyrirgefið mér að hafa sett mark mitt á  sófasettið, mamma segir nefnilega að það sé skemmtilegra að horfa á mig en sófann 🙂


Kærar kveðjur,
Spindill spræki


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


Spindill fór inn á nýtt heimili frá Kattholti 29. júlí 2009.


Skemmtilegur póstur frá þér elsku strákurinn okkar.


Kær kveðja til pabba og mömmu þinnar.


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg formaður.