Snæfríður Aþena Stefánsdóttir, 36 ára yfirdýrahjúkrunarfræðingur hjá Dýraspítalanum í Víðidal, býður sig fram í stjórn KÍS.
Snæfríður lauk diplómunámi í Animal Management árið 2011 frá Sparsholt College í Bretlandi og útskrifaðist sem skráður RCVS dýrahjúkrunarfræðingur árið 2015. Hún hefur starfað hjá Dýraspítalanum í Víðidal síðan 2016.
Snæfríður hefur mikinn áhuga á dýravelferð og hefur tekið ýmis námskeið t.d. í atferlisfræði, verkjastillingu og svæfingu í aðgerðum. Hún á 9 ára kisu frá Kattholti sem hún tók að sér eftir að hafa hjúkrað henni heima. Snæfríður hefur tekið að sér tvær eldri kisur í gegnum tíðina og henni þykir því dálítið vænt um „eldri borgarana“ og einnig “erfiðu” kisurnar sem þurfa meiri tíma og þolinmæði við að koma út úr skelinni.