Slösuð ómerkt kisa finnst í Borgarlandinu.

15 ágú, 2008

Þrílit 5 mánaða læða fannst slösuð í Grafarholti í Reykjavík.  Hún lá á götunni og gat sig  ekki hreyft .


 


Komið var með hana í Kattholt 14. Ágúst sl.  Við skoðun í Kattholti reyndist kisan vera mjög þurr og með litla meðvitund.


 


Ég fór með hana á dýraspítalann í Viðidal og fékk hún vökvun og tekin var af henni röngenmynd til að komast að því hvort hún væri brotin


Hún reyndist ekki brotin en hefur fengið mikið högg á mjaðmagrind.


 


Ég vil þakka piltinum sem kom með kisuna í Kattholt . Svo er ekkert annað að gera en að bíða og vona.


 


Í morgunn 15. Ágúst er litla kisan dáin. Ekki tókst að bjarga lífi hennar.  Ég er samt þakklát fyrir að geta verið til staðar fyrir kisurnar okkar.


Guð blessi minningu hennar.


 


Kær kveðja.


Sigga.