Í byrjun júlímánaðar fannst persneskur högni við Hlaðhamra í Reykjavík.
Kom í Kattholt 3. Júlí sl. Ég kyngreindi hann vitlaust og skráði hann inn sem læðu.
Við komu í Kattholt var hann mjög horaður, skýtugur og feldurinn allur í hnútum.
Hann var mjög lystarlaus litla skinnið. Ég tók þá ákvörðun að leggja hann inn á Dýraspítalann í Víðidal.
Þar var hann meðhöndlaður með lyfjagjöf og þegar hann var orðinn hress var hann geltur, rakaður og örmerktur.
Hann er ekki talinn gamall, ca 2 ára.Enginn hefur gefið sig fram sem eigandi. Hann var skýrður Georg Bjarnfreðarson, svipurinn leynir sér ekki.
Kær kveðja.
Sigríður Heiðberg formaður.