Skemmtilegi Spindill sendir kveðju í Kattholt.

19 ágú, 2009

Sælar Kattholtsdömur,


 


Ég er nú smátt og smátt að uppgöta að ef ég er rólegur og friðsæll þá fæ ég að liggja hjá Snoppu gömlu


og það er ósköp huggulegt.


 


Hún er hætt að hvæsa og aðeins byrjuð að taka á móti þegar ég ræðst á hana spólvitlaus og ég er


farinn að bera smá virðingu fyrir henni.


 


Ég brölti nú yfir hundinn þegar hann verður á vegi mínum eins og hverja aðra gólfmottu, hann er alveg


sauðmeinlaus, en hann þarf alltaf að vera að smala mér, eins og ég sé einhver kind!


 


Ég hef það rosalega gott, fór í bólusetningu í gær og vældi ekkert, voða duglegur.


 


Kærar kveðjur,


Spindill