Á hverju ári finnast slasaðar kisur á götum borgarinnar án þess að eigendur finnist. Þá er um tvennt að ræða – svæfa kisu eða koma henni til heilsu og finna henni heimili. Læknisaðgerðir eru kostnaðarsamar. Það hefur lengi verið draumur minn að stofna sjóð til að standa straum af þeim kostnaði.
Nú hefur hann verið stofnaður og ber nafnið NÓTT til heiðurs læðunni Nótt sem fannst mjaðmargrindarbrotin og ómerkt en hefur í dag sameinast fjölskyldu sinni á ný.
Sjúkrasjóðurinn NÓTT verður notaður til að kosta læknisaðgerðir og hjúkrun á slösuðum kisum sem enginn vill kannast við.
Það er trú mín að þessi sjóður verði til blessunar fyrir kisurnar okkar.
Ef þú vilt hjálpa, má leggja inn á reikning hjá:
Landsbanka Íslands
nr.0113-05-065452
Kt. 550378-0199
Sigríður Heiðberg