Simbi fær nýtt heimili

7 Sep, 2006


5 September kom Íris ásamt móður sinni í Kattholt og valdi gulbröndóttan högna. Nýja heimilið er í Vesturbæ Reykjavíkur.


Simbi fannst í Mosfellsbæ í byrjun júlí í sumar.Við komu í athvarfið reyndist hann geltur og eyrnamerktur .Eigandi Simba kom aldrei að sækja hann. Starfsfólkið í Kattholti þakkar honum samfylgdina og alla gleði.


Til hamingju drengurinn okkar.