Rúsína, fyrrum Kattholtskisa, óskar eftir nýju heimili vegna breyttra aðstæðna hjá eiganda.

Rúsína er innikisa en henni finnst gaman að fara út á svalir til að viðra sig og skoða sig um. Hún er mjög ljúf og mannelsk og hefur einstakt lundafar í alla staði. Henni finnst gott að láta strjúka sig og í því sambandi leggst hún á gólfið og veltir sér um.

Við óskum eftir að hún komist á gott heimili þar sem hún fær gott atlæti.

Eigandi gefur nánari upplýsingar í síma : 864-0170.