Rósi 4 ára – Útikisa

26 ágú, 2025

Rósi er yndislegur fress sem óskar eftir góðu framtíðarheimili. Hann elskar að slaka á, þæfa í gott teppi og fá klapp og dekur en vill líka hafa mikið frelsi og gæti ef e.t.v. notið sín utan höfuðborgarsvæðisins. Hann vill ekki vera á heimili þar sem eru ung börn og helst ekki þar sem eru aðrir kettir.

Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Rósa. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.