Kæru kattavinir, það styttist óðfluga í Reykjavíkurmaraþon sem haldið verður 20. ágúst næstkomandi. Nú þegar hafa nokkrir skráð sig til að hlaupa fyrir Kattholt en við hvetjum fleiri til þess að taka þátt. Við ætlum að gefa þeim sem ná að safna 10.000 kr. eða hærra fallega Kattholts taupoka og verður hægt að nálgast þá í Stangarhylnum dagana eftir Reykjavíkurmaraþon. Hægt er að heita á hlaupara Kattholts og styrkja kisurnar með því að fara inn á hlaupastyrkur.is. Áfram kattavinir! Stuðningur ykkar er ómetanlegur. https://www.hlaupastyrkur.is/…/ch…/75/kattavinafelag-islands