Hægt er að heita á frábæran hóp hlaupara inn á hlaupastyrkur.is og styrkja þannig athvarfið. Hvetjum alla sem hafa áhuga til að skrá sig í hlaupið og hlaupa fyrir kisurnar.
Lakkrís er 7 ára gamall svartur fress sem fannst í Hafnarfirðinum í febrúar. Hann kom til okkar ógeldur, ómerktur og ólarlaus og enginn vitjaði hans. Hann er alpha kisi og ekki vanur börnum, en svo góður og afslappaður ❤️ hann vill fá að leika sér úti eftir að hafa aðlagast á nýju heimili.
Hægt er að heimsækja hann á fyrirfram bókuðum skoðunartímum, á virkum dögum milli kl. 13-14:20 😻