REYKJAVÍKURMARAÞON 2017

6 ágú, 2017

Kæru kattavinir

Það styttist óðfluga í Reykjavíkurmaraþon sem haldið verður 19. ágúst næstkomandi. Fjöldi kattavina ætla að hlaupa fyrir kisurnar en það er ekki of seint fyrir nýja þátttakendur að skrá sig til leiks. Hægt er að heita á hlaupara Kattholts og styrkja kisurnar með því að fara inn á hlaupastyrkur.is.

Í Kattholt hafa komið fjöldi heimilislausra og týndra katta í sumar. Sorglegt er hversu margar af þessum kisum hafa verið yfirgefnar af eigendum. Í athvarfinu fá þær húsaskjól, fæði og læknishjálp þangað til þær eignast ný og góð heimili.

Áfram kattavinir! Stuðningur ykkar er ómetanlegur.

Við hvetjum hlauparana til að vekja athygli á sér og kattavini til að heita á þá.